Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kvótakerfið farið en samt þarf að greiða sektir!

31.10.2015

Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi lagt af kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni fyrr á þessu ári þurfa aðildarlöndin að greiða sektir vegna offramleiðslu á síðasta framleiðsluári kvótans. Kerfið, sem var lagt af í vor, var þannig byggt upp að öll lönd Evrópusambandsins voru með einn sameiginlegan kvóta sem markaði leyfilega heildarframleiðslu mjólkur. Hverju landi var svo úthlutað hlutdeild í þessum heildarkvóta og ef viðkomandi land fór fram úr sinni hlutdeild, þurfti landið að greiða sekt til Brussel.

 

Nú er búið að gera upp þetta síðasta ár kvótakerfisins og þurfa 12 lönd að greiða 115 milljarða í sektir vegna offramleiðslu. Þýskaland greiðir lang stærstu upphæðina eða 44 milljarða króna og þar á eftir kemur Pólland með 23 milljarða króna og þá Holland sem þarf að greiða 19 milljarða króna. Á sama tíma og sum lönd fóru yfir framleiðsluheimildir sínar, náðu önnur ekki einusinni nálægt því að fylla heimildirnar eins og t.d. sænsku kúabúin sem einungis framleiddu um 80% landskvótans. Það kemur þó ekki hinum til góða og því þurfa þau að borga þó kvótinn sé á braut/SS.