Beint í efni

Kvígurnar renna út

01.12.2017

Kúabændur í Rússlandi kaupa nú upp kýr og kvígur í Evrópu sem aldrei fyrr og það eru sér í lagi búin sem eru að byggja sig hratt upp sem kaupa mest. Í Rússlandi er töluverður uppgangur í uppbyggingu kúabúa með 1-3 þúsund kýr og þessi bú draga til sín lífdýr víða að úr Evrópu, sér í lagi af Holstein kyni.

Framan af árinu fóru margar kýr og kvígur frá Hollandi til Rússlands vegna nýrra reglna í Hollandi sem þvingaði kúabú þar í landi til að draga saman seglin sem nam 175 þúsund gripum. Í dag fara líklega flestir gripir frá Þýskalandi og Danmörku til Rússlands og er verðið nú, fyrir kvígu með staðfest fang, um 160.000 krónur sem er gott verð í þessum löndum. Þetta er þó fyrir utan einangrun og flutningskostnað sem er líklega annað eins. Samkvæmt rússneskum reglum þurfa kýr og kvígur að vera í einangrun í nokkrar vikur svo Rússarnir vilja því einungis kaupa kvígur sem er nýbúið að staðfesta fang í, svo þær fari nú ekki að bera í einangruninni/SS.