Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kvígur eiga að vera í góðum holdum

19.07.2012

Írsk rannsókn sem framkvæmd var á 871 yxna kvígum á 48 kúabúum hefur leitt í ljós að séu þær í góðum holdum við 14 mánaða aldur sýna þær betur beiðsli en þær holdminni. Jafnframt benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að kvígur sem eru í góðum holdum við fyrstu sæðingu endist lengur sem mjólkurkýr.

 

Rannsóknin tekur til kvígna af Holstein-Friesian kyninu og voru þær holdastigaðar við 14 mánaða aldur eins og áður segir. Niðurstöðurnar sýna að 80% af kvígunum sem fengu 3,25% í holdastig beiddu við þennan aldur en ekki nema 54% af kvígunum sem fengu 3,0 í holdastig og voru því þroskaminni. Jafnframt entust holdmeiri kvígurnar lengur en 56% þeirra sem fengu háa einkunn fyrir holdastig voru enn á búunum undir þriðja mjaltaskeið en heldur færri eða 48% af þeim kvígum sem fengu lága einkunn/SS.