Beint í efni

Kvíguna í hópinn að kveldi!

16.07.2010

Í rannsókn sem fram fór í Englandi, kom í ljós að með því að setja nýbornar kvígur inn til eldri kúa að kvöldi, um eða eftir mjaltir, varð mun minna um slagsmál heldur en ef nýbornar kvígur eru settar inn í hópinn að morgni eða deginum til. Þannig mældust árásir á kvígur, sem settar voru í kúahóp að morgni, vera þrefalt algengari en ef þær voru settar inn að kveldi. Ekki er vitað með vissu hvort íslenskar kýr hafi sambærilega hegðun og þær ensku.