
Kvígan gaf sig ekki!
14.10.2017
Það gerist margt spaugilegt í heiminum þegar nautgripir eru annars vegar og nýverið gerði ein kvíga sér lítið fyrir og olli ein og sér verulegri seinkun á ferð lestarinnar sem gengur á milli Mora og Stokkhólms. Kvíga þessi var nefninlega ekki á því að víkja fyrir lestinni sem kom brunandi að henni á beit við teinana. Þess í stað rölti hún rólega á undan lestinni, sem gat lítið annað gert en að fara niður á kvíguhraða og bíða þess að kvígan myndi víkja. Eftir 15 mínútna rölt, gaf kvígan sig loksins og lestin gat haldið áfram ferð sinni og að þessu sinni á fullri ferð á ný.
Með því að smella hér má lesa frétt SVT um málið og einnig myndband af þessu spaugilega atviki/SS