Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kvægkongres í dag og á morgun

27.02.2017

Hið árlega danska fagþing nautgriparæktarinnar hefst í dag í Herning en sem fyrr er um að ræða eitt stærsta fagþing nautgriparæktar sem haldið er í norðurhluta Evrópu ár hvert. Það er húsdýrasvið ráðgjafafyrirtækisins SEGES sem stendur fyrir fagþinginu en undanfarin ár hefur þetta fagþing verið sótt af ótrúlegum fjölda gesta eða í kringum 2.500 manns!

Í ár verða haldnar ellefu ólíkar málstofur um hin fjölbreyttu málefni nautgriparæktarinnar og má fullyrða að komið verið inn á ótal atriði sem hægt er að nýta beint og óbeint í íslenskri nautgriparækt. Má þar t.d. nefna erindi eins og hvernig og hvaða efni eigi að nota á spena fyrir og eftir mjaltir, notkun tölvutækni við fóðrun í fjósi, áhrif geldkúafóðrunar á broddmjólkurgæði, áhrif húsvistar á heilsufar kúa, bætt bústjórn og starfsmannahald, hvernig ná megi hámarksafköstum úr fjósinu og margt fleira mætti nefna. Alls verða haldin rúmlega 60 mismunandi erindi á þessu fagþingi og verða þeim gerð skil í Bændablaðinu á komandi vikum að vanda. Þeir sem ekki geta beðið þess yfirlits má benda á að það má bæði lesa útdrætti flestra erinda á heimasíðu fagþingsins: www.kvaegkongres.dk/SS.