Beint í efni

Kuwait tvöfaldar mjólkurvinnslugetuna

02.04.2012

Svo virðist sem öll fyrirtæki sem eru í vinnslu mjólkurvara í Mið-Austurlöndum og á suðurhveli jarðar séu nú í miklum framleiðslugír. Í síðustu viku tilkynnti Kuwait Dairy Company (KDC), sem í léttri snörun mætti kalla „Mjólkursamlag Kuwait“, að fyrirtækið ætlaði að tvöfalda framleiðslugetu sína á mjólkurvörum. Er þetta reyndar gert til þess að mæta mikilli eftirspurn vegna verkfalla hjá öðrum framleiðsluaðilum.

 

Í Kuwait hefur hinsvegar orðið mikil söluaukning á mjólkurvörum á undanförnum misserum, líkt og í öðrum löndum og söluaukningin í Kuwait er gott dæmi um þá breytingu á neysluhegðun sem er að verða meðal íbúa á þessu svæði, þar sem mjólkurvörur seljast sem aldrei fyrr.

 

KDC var stofnað árið 1960 og vinnur í dag mjög fjölbreyttar vörur úr mjólk. Hjá fyrirtækinu vinna 490 manns en vinnslugetan í dag er í kringum 44 milljónir lítrar á ári en samkvæmt alþjóðlegum upplýsingum nemur heildar framleiðsla landsins um 45 milljón lítrum. Afar takmarkaðar upplýsingar eru í raun til um mjólkurframleiðslu landsins/SS.