
Kúnum að fjölga á ný í Nýja-Sjálandi
29.05.2017
Eftir töluverða fækkun kúa í Nýja-Sjálandi árið 2015 hefur þeim fjölgað á ný og árið 2016 fjölgaði þeim um hvorki fleiri né færri en 130 þúsund talsins! Heildarfjöldi kúa í Nýja-Sjálandi er nú um 6,6 milljónir, sem er þó nærri heldur minna en árið 2014 er þær voru 6,7 milljónir talsins.
Fjölgun kúnna er mjög misskipt innan Nýja-Sjálands en kúnum á Norðureyjunni fjölgaði um nærri því 250 þúsund á síðasta ári en á sama tíma fækkaði kúnum á Suðureyjunni um rúmlega 110 þúsund. Skiptingin skýrist að líkindum að mestu af gæðum beitar og framleiðslukostnaði mjólkur.
Eins og flestum mun kunnugt skiptir mjólkurframleiðsla Nýja-Sjáland gríðarlega miklu máli og stendur hún undir rúmlega 26% af heildar útflutningstekjum landsins. Verðmæti mjólkurafurðanna, sem fóru til útflutnings árið 2016, nam rúmlega 900 milljörðum íslenskra króna/SS.