Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúm snarfækkar í Kanada

07.10.2017

Undanfarin ár hefur kúm í Kanada fækkað nokkuð jafnt og þétt, öfugt við það sem hefur gerst í mörgum öðrum löndum. Nú er svo komið að fjöldi kúa hefur ekki verið minni í 27 ár í Kanada og raunar er því spáð að fjöldi kúa fari úr 11.850.000 á þessu ári í 11.725.000 á næsta ári, þ.e. fækki um 125 þúsund á einungis einu ári! Nautgriparækt í landinu hefur dregist mikið saman á undanförnum áratugum og má því til stuðnings nefna að árið1945 voru t.d. 7 kýr á hverja 10 íbúa landsins en nú eru 3 kýr á hverja 10 íbúa, sem er þó þrefaldur fjöldi kúa pr. íbúa en er t.d. hér á landi.

Skýringin á þessari neikvæðu þróun felst fyrst og fremst í breyttum aðstæðum á markaði, breyttu veðurfari og því að æ erfiðara er fyrir bændur landsins að ráða til sín starfsfólk. Þess má geta að fækkunin á kúm kemur fyrst og fremst fram á holdakúm, þ.e. mjólkurkúm hefur ekki fækkað teljandi í samanburði við holdakýr/SS.