Kúm fjölgar í Þýskalandi
23.07.2014
Mjólkurframleiðslan í Þýskalandi er sú mesta meðal landa Evrópusambandsins og samkvæmt nýjustu upplýsingum þaðan eru þýskir kúabændur ekki á því að draga úr framleiðslunni. Þannig hefur mjólkurkúm landsins fjölgað í alls 4,3 milljónir talsins og hefur þeim fjölgað um 2,1% frá sama tíma í fyrra eða sem nemur tæplega 100 þúsund mjólkurkúm!
Á sama tímabili hefur kúabúum landsins þó fækkað all verulega en nú, um mitt sumar, er fjöldi þeirra rétt liðlega 78 þúsund sem er fækkun um 4,1% frá því í fyrra. Meðalbúið í Þýskalandi er því í dag með um 55 árskýr en í fyrra var meðalbúið með um 52 árskýr. Það er því mikill skriður á mjólkurframleiðslu landsins eins og sjá má/SS.