Beint í efni

Kúm fækkar í Nýja-Sjálandi

28.09.2015

Í fyrsta skipti í áratug fækkar kúm nú í Nýja-Sjálandi en á liðnum 10 árum hefur nautgripum fjölgað um 1,8 milljónir í landinu! Talið er að það séu um 5,7 mjólkurkúa og kvíga en að á næsta ári verði fjöldinn kominn niður í 5,4 milljónir gripa. Skýringin á fækkuninni er augljóslega lágt afurðaverð en til þess að mæta lægra afurðaverði eru margir kúabændur í landinu að slátra vel út úr hjörðum sínum.

 

Þetta kemur vel fram í kjötframleiðslutölum landsins en útflutningur nautgripakjöts frá Nýja-Sjálandi hefur stóraukist á árinu, sér í lagi til Kína en fyrstu sex mánuði ársins jókst útflutningurinn þangað um heil 44% og stefnir ársútflutningurinn frá Nýja-Sjálandi til Kína í 60-70 þúsund tonn/SS.