Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúm fækkar í Nýja-Sjálandi

28.09.2015

Í fyrsta skipti í áratug fækkar kúm nú í Nýja-Sjálandi en á liðnum 10 árum hefur nautgripum fjölgað um 1,8 milljónir í landinu! Talið er að það séu um 5,7 mjólkurkúa og kvíga en að á næsta ári verði fjöldinn kominn niður í 5,4 milljónir gripa. Skýringin á fækkuninni er augljóslega lágt afurðaverð en til þess að mæta lægra afurðaverði eru margir kúabændur í landinu að slátra vel út úr hjörðum sínum.

 

Þetta kemur vel fram í kjötframleiðslutölum landsins en útflutningur nautgripakjöts frá Nýja-Sjálandi hefur stóraukist á árinu, sér í lagi til Kína en fyrstu sex mánuði ársins jókst útflutningurinn þangað um heil 44% og stefnir ársútflutningurinn frá Nýja-Sjálandi til Kína í 60-70 þúsund tonn/SS.