Beint í efni

Kúasýningin Kýr 2003 haldin í Eyjafirði í ágúst

06.06.2003

Ákveðið hefur verið að halda kúasýninguna Kýr 2003 í Eyjafirði í ágúst nk. Kúasýningin verður haldin í tengslum við hina árlega handverkssýningu og er gert ráð fyrir því að sýningin farin fram utandyra. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku ungra sýnenda og verður bæði barna og unglingaflokkur, en þessir tveir flokkar sýnenda munu sýna kálfa. Að sýningunni standa fjölmargir aðilar, s.s. búnaðarsambönd og kúabændafélög á Norðurlandi.