Beint í efni

Kúasæðingar 2007

03.04.2008

Nú er búið að gera upp sæðingastarfsemina fyrir árið 2007. Fjöldi 1. sæðinga var 24.583 og fjölgar um 300 milli ára. Rétt um 75% kúa og kvígna koma til sæðinga þannig að enn er verulegur möguleiki á að fjölga í virka erfðahópnum og styrkja þannig grunninn að kynbótastarfinu. Metið fanghlutfall ársins er 71,2% á móti 71,3% fyrir árið 2006 þannig að munur milli ára er enginn. Best var fanghlutfallið í maí, sem er svolítið sérstakt því vanalega hefur fanghlutfallið verið best í ágúst eða september. Nánari grein fyrir starfseminni verður gerð í nautaskrá, sem er væntanleg á næstu vikum.
/SE