Beint í efni

Kúariðutilfellum fækkar verulega

13.01.2003

Miðað við þróun í fjölda kúariðutilfella í Evrópusambandinu sl. ár hefut tekist að ná tökum á útbreiðslu kúariðunnar. Árið 2002 var fjöldi tilfella alls 1.797 en árið 2001 alls 2.162 tilfelli. Í Bretlandi fundust 907 tilfelli af kúariðu sl. ár, sem er lægsta tíðni síðan árið 1988. Þá greindust einnig mun færri tilfelli í Frakklandi (177) og Þýskalandi (97) á síðasta ári. Í Írlandi greindust þó fleiri nautgripir með kúariðu en undanfarin ár, eða 313.

 

Heimild: www.lantbruk.com