Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabúum í Wisconsin fækkar hratt

31.10.2017

Samkvæmt nýjasta uppgjörinu sem bandaríska landbúnaðarstofnunin (USDA) hefur gefið út og inniheldur margskonar tölfræði um þarlendan landbúnað kemur m.a. fram að kúabúum hefur fækkað þar í landi afar hratt undanfarin ár. Í næst stærsta mjólkurframleiðslufylki Bandaríkjanna, Wisconsin, hefur þeim fækkað sér í lagi mikið og alls um 20% á síðustu fimm árum.

Í fyrsta skipti í sögunni er fjöldi kúabúa nú kominn undir 9 þúsund í fylkinu en þrátt fyrir fækkun búa er mjólkurframleiðslan í Wisconsin enn afar mikil og alls nam hún 13,5 millörðum kg á síðasta ári. Alls voru í Wisconsin fylki 1.278.000 mjólkurkýr í júlí sl. og er það næst mesti fjöldi kúa í einu fylki í Bandaríkjunum en flestar þeirra er að finna í Kalíforníufylki.

Í sama uppgjöri kemur fram að meðalnytin í Bandaríkjunum fyrir þetta ár stefnir í að fara í 10.500 kíló mjólkur á árskúna, en árið 2016 var ársframleiðslan að jafnaði 10.330 kg samkvæmt skýrslunni/SS.