Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabúum fækkar líka í Japan

28.06.2019

Undanfarna tvo áratugi hefur kúabúum í Japan fækkað um 60% og til að setja hlutfallið í samhengi svarar það til þess að á degi hverjum síðustu tuttugu ár hafi 3 kúabú hætt framleiðslu. Samkvæmt skýrslu landbúnaðarráðuneytisins í Japan er skýringin á fækkuninni erfitt starfsumhverfi á kúabúum í Japan sem hefur valdið því að kynslóðaskipti hafa verið afar fátíð undanfarið og búunum því lokað þegar fólk er komið á aldur.

Samkvæmt sömu skýrslu var fjöldi japanskra kúabúa 37.400 árið 1998 en í árslok 2018 var fjöldinn kominn niður í 15.700. Þessi mikla fækkun búanna í Japan hefur valdið því að framleiðslan hefur dregist saman um 15% á þessum tveimur áratugum eða úr 8,6 milljörðum lítra í 7,3 milljarða lítra/SS.