Kúabúum fækkar í Bretlandi
22.08.2013
Frá því í febrúar á þessu ári hafa 130 kúabú í Englandi og Wales hætt framleiðslu og er fjöldi kúabúa í löndum tveimur nú kominn niður í 10.540. Þá hefur búum einnig fækkað í Skotlandi á sama tíma en öllu færri hætt þar eða 9 kúabú. Í Skotlandi eru því enn rétt rúmlega þúsund kúabú, nánar tiltekið 1.002.
Alls nam fækkun kúabúa í löndunum þremur 1,65% árið 2012 en það sem af er þessu ári er hlutfallið komið í 1,2%. Þó benda sérfræðingar á að oft dragi úr fækkun kúabú er líður á árið svo erfitt er að segja til um hvort árið 2013 verði „verra“ ár hvað þetta snertir en árið 2012/SS.