Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabú Fonterra í Kína með 16 þúsund kýr!

10.10.2016

Þrjú nýjustu kúabú nýsjálenska félagsins Fonterra eru af stærri gerðinni en þar eru alls 30 þúsund gripir og þar af eru mjólkurkýrnar 16 þúsund. Kúabúin þrjú eru í nágrnni við Bejing í Kína en við höfum áður greint frá áhuga nýsjálensku kúabændanna um að byggja upp framleiðsluaðstöðu í Kína. Framangreind þrjú bú eru öll nálægt hvert öðru og nýta sameiginlega starfsfólk og hluta af tækjum, svo nánast má tala um búin þrjú sem eitt.

 

Hjá búunum þremur starfa í dag 400 starfsmenn og 85% alls fóðurs sem notað er á búunum er ræktað á staðnum. Þegar framleiðslan verður komin á eðlilegt ról er áætlað að búin framleiði 150 milljónir lítra mjólkur á ári, sem er þó ekki nema 375 þúsund lítra mjólkur á hvert ársverk. Þess má geta að það flokkast sem afar slök afköst í Danmörku, þar sem miðað er við að ársverkið eigi að geta skilað 1 milljón lítra.

Fonterra hefur áður gefið út að félagið ætli að stórauka framleiðslu sína í Kína og er stefnt að því að árið 2018 verði innvigtun félagsins í Kína komin í 1 milljarð lítra á ári/SS.