Beint í efni

Kúabú breytir mykju í lífdísel!

04.07.2015

Það hefur legið fyrir lengi að í mykjunni felast mikil verðmæti, en að það mætti breyta mykju í lífdísel er líklega með því áhugaverðasta sem hefur komið fram af nýjungum varðandi nýtingu mykju undanfarið. Þetta er þó mögulegt að gera og var kúabú eitt í Kalíforníu í Bandaríkjunum það fyrsta í heiminum þar sem þetta var gert á.

 

Á búinu eru 1.100 kýr svo mikið fellur til af mykju á staðnum sem nú fer s.s. m.a. til framleiðslu á lífdísel. Lífdíselvinnslan er árangur þriggja ára þróunarvinnu en forsvarsmenn þessa mikilvæga þróunarverkefnis kalla það „framtíðina í vistvænum landbúnaði“.

 

Eins og búast má við hefur aðferðinni ekki verið lýst með nákvæmum hætti enn sem komið er, en þó er vitað að hún byggir á því að fyrst er mykjan sett í gegnum skilvindukerfi sem skilur að fljótandi hluta hennar og sá hluti nýttur í vökvun akranna. Hinn fasti hluti mykjunnar er svo settur í gasvinnsluferli sem svo síðar leiðir af sér lífdísel á síðari stigum. Þessi aðferð, að breyta hauggasi í lífdísel, er reyndar þekkt og hefur oft verið gerð með plöntur en að gera þetta í því sem Bandaríkjamenn kalla „litlum skala“ á einu kúabúi, sem þó vel að merkja er með 1.100 kýr, er í raun nýjungin.

 

Enn sem komið er, er um þróunarverkefni að ræða og á eftir að hanna búnað sem hentar til sölu á hinum almenna markaði en vissulega einkar áhugaverð nýjung/SS.