Beint í efni

Kúabóndinn 6.500 ára gamall !

06.02.2003

Við rannsókn á fornminjum í Englandi hafa fundist elstu minjar um mjólkurframleiðslu sem þekktar eru, taldar um 6.500 ára gamlar. Talið er að fólk hafi reyndar byrjað að festa búsetu og mjólka kýr fyrir um 10.000 árum en ekki hefur verið hægt að sanna það.

 

Breskir fornminjafræðingar framkvæmdu rannsókn á 950 fornkerjum og leituðu í þeim m.a. að ákveðnum kolefnum sem finnast í fitu úr mjólk. Niðurstöður rannsóknarinnar er birt í bresku vísindatímariti (Proceedings of the National Academy og Sciences) og þar kemur m.a. fram að talið sé að mjaltir hafi byrjað fyrir u.þ.b. 10.000 árum í Miðausturlöndum en þekkingin síðan verið flutt til Evrópu.