Beint í efni

Kúabóndi formaður dönsku bændasamtakanna

24.05.2011

Í dag fór fram formannskjör í samtökum danskra bænda, Landbrug og Fødevarer. Kosningin fer fram í kjölfar þess að fráfarandi formaður, Michael Brockenhuus-Schack sagði af sér vegna alvarlegra veikinda sl. vetur. Hann mun hafa náð sér af þeim. Hinn nýji formaður heitir Niels Jørgen Pedersen, 46 ára, frá Thy á Norð-vestur Jótlandi. Hlaut hann 261 atkvæði, en mótframbjóðandinn, Martin Merrild 181. Á búi Niels Jørgen eru 175 Jersey kýr, 3 mjaltaþjónar og 3 starfsmenn. Ræktað land er 450 ha, þar af eru 200 ha leigðir. Niels Jørgen hefur verið varaformaður dönsku bændasamtakanna síðan 2008 og hefur gengt embætti formanns síðan í janúar, er fráfarandi formaður fór í veikindaleyfi. Hann er kvæntur Anne Marie Pedersen og eiga þau fjögur börn.

 

Niels Jørgen Pedersen – nýkjörinn formaður dönsku bændasamtakanna