Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabóndi formaður dönsku bændasamtakanna

24.05.2011

Í dag fór fram formannskjör í samtökum danskra bænda, Landbrug og Fødevarer. Kosningin fer fram í kjölfar þess að fráfarandi formaður, Michael Brockenhuus-Schack sagði af sér vegna alvarlegra veikinda sl. vetur. Hann mun hafa náð sér af þeim. Hinn nýji formaður heitir Niels Jørgen Pedersen, 46 ára, frá Thy á Norð-vestur Jótlandi. Hlaut hann 261 atkvæði, en mótframbjóðandinn, Martin Merrild 181. Á búi Niels Jørgen eru 175 Jersey kýr, 3 mjaltaþjónar og 3 starfsmenn. Ræktað land er 450 ha, þar af eru 200 ha leigðir. Niels Jørgen hefur verið varaformaður dönsku bændasamtakanna síðan 2008 og hefur gengt embætti formanns síðan í janúar, er fráfarandi formaður fór í veikindaleyfi. Hann er kvæntur Anne Marie Pedersen og eiga þau fjögur börn.

 

Niels Jørgen Pedersen – nýkjörinn formaður dönsku bændasamtakanna