Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur vilja halda í kvótann

07.04.2018

Aðalfundur Landssambands kúabænda, sem nú stendur yfir á Hótel Selfossi, samþykkti rétt í þessu ályktun þess efnis að halda skyldi í framleiðslustýringu í greininni í formi greiðslumarks.

Í nýjum búvörusamningum, sem tóku gildi 1. janúar 2017, segir að við endurskoðun 2019 skuli taka afstöðu til hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu verði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Verði niðurstaðan sú að afnema ekki kvótakerfið mun framhald þess byggjast á grunni fyrra kerfis. Við endurskoðunina 2019 munu Bændasamtök Íslands láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal mjólkurframleiðenda um hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu skuli afnumið.

Ályktunin hljómar svo: „Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Selfossi 6. – 7. apríl 2018 ályktar að halda skuli í framleiðslustýringu í formi greiðslumarks í mjólkurframleiðslu. Hámark skuli sett á verð greiðslumarks og viðskipti með greiðslumark skuli fara fram í gegnum opinberan aðila. Fundurinn beinir því til stjórnar að greina hvaða leiðir séu skilvirkastar í þeim efnum.“

Á fundinum sitja 26 fulltrúar sem kosnir eru á aðalfundum aðildarfélaga Landssambands kúabænda. Ályktunin var samþykkt samhljóða.