Beint í efni

Kúabændur stærstu kaupendur á kjarnfóðri hérlendis

26.01.2005

Samkvæmt grófri áætlun LK um notkun á innfluttu fóðri, þá liggur fyrir að kúabændur landsins eru stærstu kaupendur á kjarnfóðri hérlendis. Svínabændur kaupa hinsvegar mest magn af hráefni til fóðurgerðar. Engin samræmd skráning er til um fóðurnotkun, en miðað við fóðrunarforsendur má áætla eftirfarandi:

 

Innflutt fóður vegna nautgriparæktar: um 20-25.000 tonn

Innflutt fóður vegna svínaræktar: um 22.000 tonn

Innflutt fóður vegna alífuglaræktar (egg/kjöt): um 15.000 tonn