Beint í efni

Kúabændur settu á fleiri nautkálfa árið 2004 en fyrri ár

15.03.2005

Samkvæmt upplýsingum úr skýrsluhaldi BÍ hefur ásetningur á nautkálfa aukist verulega frá fyrri árum. Ef litið er til niðurstaðna ársins 2004 miðað við fyrra ár nemur aukningin 13,2% (afdrif kálfsins: lykill 1,2 og 6). Vænta má þess að innan tveggja ára megi sjá áhrif þessa í kjötframleiðslunni. Líklegar skýringar fyrir auknum ásetningi eru betri markaðsstaða nautakjöts hérlendis en verið hefur til margra ára og mikil eftirspurn sláturleyfishafa eftir nautgripum í slátrun.