Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur samþykktu samning

04.12.2019

Atkvæðagreiðslu meðal kúabænda um endurskoðun nautgripasamnings lauk í hádeginu í dag, miðvikudaginn 4. desember. Samkomulag bænda og stjórnvalda var samþykkt með afgerandi meirihluta atkvæða.  „Já“ sögðu 447 eða 76%. „Nei“ sögðu 132 eða 22,5%. Níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku þá var samkomulagið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 en atkvæði greiddu 588, eða 44,1%.

Kosningin var opin í viku en kjörsóknin var dræm til að byrja með. Um sólarhring fyrir auglýstan frest höfðu einungis rúm 25% bænda greitt atkvæði. Kjörsókn bænda í atkvæðagreiðslum hefur verið nokkuð misjöfn í gegnum tíðina. Ríflega 45% þátttaka var í rafrænni atkvæðagreiðslu um endurskoðun sauðfjársamnings fyrr á árinu og 70,8% kúabænda kusu um nýjan nautgripasamning árið 2016. Árið 2012 var kosið um framlengingu nautgripasamnings og þá var kjörsókn aðeins 36%.

Atkvæðagreiðslan fór fram með rafrænum hætti en upplýsingar um samkomulagið eru aðgengilegar á vef Bændasamtakanna, bondi.is.