Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur prófa nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt

04.04.2008

Nýja tölvukerfið fyrir kúabændur er með lénið huppa.is. "Gamla Huppa" er á slóðinni www.huppa.bondi.is. Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt, er verkefnisstjóri við smíði á kerfinu. Bændasamtök Íslands gerðu samning við tölvufyrirtækið Stefnu ehf. á Akureyri, sem er bakhjarl tölvudeildar Bændasamtakanna við hugbúnaðarþróun samtakanna, sem er alltaf að verða umfangsmeiri með hverju árinu. Stefnt er að bjóða öllum kúabændum aðgang að kerfinu á næstu mánuðum. Ákvörðun hefur verið tekin um að segja upp samningum við norska tölvufyrirtækið InfoKu sem er eigandi að forritinu Ískýr, sem Bændasamtökin hafa þróað undanfarin ár. Rafræn skil á mjólkurskýrslum fara þá í gegnum nýja skýrsluhaldskerfið Huppa.is þegar það er tilbúið með helstu skráningum og skýrslum fyrir bændur. Rafræn spurningakönnun var send til allra notenda Ískýr til að fá fram skoðun þeirra á ýmsum málum til að meta framhaldið.