Kúabændur prófa nýtt skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt
04.04.2008
Nýja tölvukerfið fyrir kúabændur er með lénið huppa.is. "Gamla Huppa" er á slóðinni www.huppa.bondi.is. Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, landsráðunautur í nautgriparækt, er verkefnisstjóri við smíði á kerfinu. Bændasamtök Íslands gerðu samning við tölvufyrirtækið Stefnu ehf. á Akureyri, sem er bakhjarl tölvudeildar Bændasamtakanna við hugbúnaðarþróun samtakanna, sem er alltaf að verða umfangsmeiri með hverju árinu. Stefnt er að bjóða öllum kúabændum aðgang að kerfinu á næstu mánuðum. Ákvörðun hefur verið tekin um að segja upp samningum við norska tölvufyrirtækið InfoKu sem er eigandi að forritinu Ískýr, sem Bændasamtökin hafa þróað undanfarin ár. Rafræn skil á mjólkurskýrslum fara þá í gegnum nýja skýrsluhaldskerfið Huppa.is þegar það er tilbúið með helstu skráningum og skýrslum fyrir bændur. Rafræn spurningakönnun var send til allra notenda Ískýr til að fá fram skoðun þeirra á ýmsum málum til að meta framhaldið.