Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur mótmæltu í London

17.07.2012

Síðasta miðvikudag héldu rúmlega 2.500 kúabændur til London þar sem þeir stóðu fyrir mótmælafundi vegna stöðgt lækkandi afurðastöðvaverðs á mjólk. Að mótmælafundinum komu bændur frá öllu Stóra-Bretlandi og voru forsvarsmenn mótmælanna afar ánægðir með þátttöku kúabændanna, sér í lagi þeirra sem komu um langan veg s.s. frá Skotlandi og Norður-Írlandi.

 

Skilaboð fundarins voru skýr, ef afurðastöðvaverð mjólkur hækkar ekki fyrir 1. ágúst nk. þá munu samtök kúabænda standa fyrir  mótmælum við afurðastöðvar og verslanir sem selja mjólk á verði sem er undir framleiðslukostnaði mjólkurinnar. Jafnframt mun á sama tíma hefjast markaðsherferð bændanna sem beint er til neytenda þar sem þeim skilaboðum er komið skýrt á framfæri að með því að kaupa mjólk og mjólkurvörur undir frarmleiðslukostnaði varanna séu neytendur að grafa undan landbúnaðinum.

 

Á mótmælafundinn mætti landbúnaðarráðherra Stóra-Bretlands, Jim Paice, sem fékk reyndar ekki sérlega blíðar móttökur bændanna þegar hann velti því upp hvort öruggt væri að kúabændurnir væru búnir að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að skera niður kostnað og hámarka framleiðsluna. Hann kallaði jafnframt eftir því að bændur stæðu betur saman í framleiðendafélögum, sundrungin og sjálfstæðið hafi leitt mjólkurframleiðendurna í þá stöðu að verslanir í raun ákveði hvaða verð bændur fái fyrir mjólkina. Þetta sé þó að breytast með stærri afurðafélögum í eigu bændanna sjálfra.

 

Allar þrjár stærstu afurðastöðvarnar í Stóra-Bretlandi hafa nú tilkynnt lækkun á afurðastöðvaverði þann 1. ágúst nk./SS.