Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur mótmæla

10.08.2015

Í liðinni viku stóðu kúabændur víða í Evrópu fyrir mótmælum vegna lágs afurðastöðvaverðs, en margir eru nú einungis að fá um 40-42 krónur fyrir líterinn nú um stundir og sumir enn minna eins og á Spáni þar sem afurðastöðvaverðið er líklega lægst eða 30,8 krónur á líterinn! Kúabændurnir hafa fengið yfir sig nóg af ástandinu og hefur því víða komið til mótmæla.

 

Á Spáni, nánar tiltekið í Galaciu, mótmæltu kúabændur á laugardaginn og óku hundruðum dráttarvéla um götur. Þetta eru einungis fyrstu mótmælin af mörgum sem eru skipulögð á Spáni.

 

Í Frakklandi sýndu kúabændur einnig hug sinn í verki með því að aka vélum sínum fyrir innganga á verslunum sem selja mjólk allt of lágu verði.

 

Á Norður-Írlandi voru svipaðar aðgerðir í gangi en þar stóðu kúabændur fyrir mótmælum utan við algengar stórverslanir.

 

Í Englandi stóðu kúabændur einnig í mótmælum en þeirra aðgerðir voru áhugaverðar og fólust í því að þeir tæmdu alla mjólkurkæla verslana sem selja ódýra mjólk. Mjólkina settu bændurnir í körfur og fóru með að verslunarkössunum, en keyptu svo ekki mjólkina og skildu eftir þar.

 

Hvert stefnir er erfitt að segja fyrir um en í Belgíu hafa verið stigin áhugaverð skref þar sem fulltrúar kúabænda og stórverslana hafa tekið sig til og leita sameiginlegra leiða til þess að laga ástandið. Ekki eru margir trúaðir á að þetta skili einhverju en vissulega áhugaverð leið, enda þessir aðilar ekki alltaf sammála rétt eins og hérlend dæmi sýna/SS.