Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur í Sviss þurfa að aðlagast breyttu umhverfi

31.07.2017

Bændur í Sviss hafa upplifað töluvert miklar breytingar á framleiðsluumhverfinu sínu undanfarið. Lágt afurðastöðvaverð hefur verið þeim afar erfitt og þar sem markaðurinn í Sviss er töluvert opinn hefur samkeppnisstaða þeirra verið þung, enda með afar kostnaðarsama framleiðslu á litlum býlum í fjalllendi Sviss. Á móti hefur svo komið að veðurfarsbreytingar undanfarinna ára hafa gert það að verkum að vaxtartímabilið hefur lengst og því hægt að beita kúm í lengri tíma en áður, en minni úrkoma hefur þó sett beit kúnna einnig í uppnám.

Til þess að takast á við breyttar aðstæður hefur kúabændunum í Sviss verið ráðlagt að vinna meira saman og að nýta land sitt betur svo hugsanleg þurrkatímabil muni ekki hafa neikvæð áhrif á fóðurframleiðsluna. Takist kúabændunum að læra að vinna með breyttu veðurfari og nýta beitina rétt liggur fyrir að skamkeppnisstaða kúabúanna styrkist enda verður þá minni þörf fyrir aðkeypt innflutt fóður/SS