Beint í efni

Kúabændur í Nýja-Sjálandi einnig með heimsmet!

11.04.2012

Það eru fleiri en kúabændur hér á landi sem setja heimsmet í búgreininni, en eins og við greindum frá fyrir páska var sett heimsmet hér á landi árið 2011 þegar afurðastöðvar landsins tóku á móti hlutfallslega mesta magni mjólkur frá mjaltaþjónum, en nokkurn tímann hefur verið gert áður í heiminum.

 

Nú hafa kollegarnir í Nýja-Sjálandi slegið annað heimsmet en það er í framleiðslu á mjólkurdufti. Í mars var sett heimsmet þar neðra í slíkri framleiðslu með einum þurrkara en alls náði hann að framleiða 20.826 tonn af dufti. Til slíkrar framleiðslu má ætla að þurfi um 208 milljónir lítra mjólkur. Þessi gríðarstóri þurrkari er í afurðastöð Fonterra í Edendal og kallast þurrkarinn einfaldlega ED4, en þegar hann er keyrður á fullum afköstum þurrkar hann 100 lítra mjólkur á hverri sekúndu. ED4 er stærsti mjólkurþurrkari heimsins og er turn hans 56 metra hár/SS.