Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur í Mississippi í vanda

06.07.2012

Í Mississippi í Bandaríkjunum hefur meðalnyt kúa aukist verulega ár árinu vegna milds vetrar og góðra aðstæðna til beitar í vor. Þrátt fyrir það berjast kúabúin í bökkum vegna mikils framleiðslukostnaðar, sem hefur ekki verið hærri í áratugi. Á sama tíma hefur afurðastöðvaverð fallið um 21% miðað við sama tíma í fyrra, en skýringin á því felst í mikilli mjólkurframleiðslu sem hefur þrýst verðinu niður.

 

Síðustu ár hafa verið bandarískum kúabændum afar erfið en margir urðu gjaldþrota árið 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Þeir sem þó lifðu af hafa áttu í afar erfiðum rekstri bæði árið 2010 og 2011 og nú stefnir í enn eitt árið með erfiðum rekstri. Afurðastöðvaverð meðalmjólkur í Mississippi er nú 1,51$ á gallonið sem svarar til um 50,6 íkr/líterinn.

 

Árið 2007 voru 178 kúabú í fylkinu en 1. janúar sl. voru þau orðin 109 og taka tvær afurðastöðvar við mjólk frá þessum kúabúum. Kýrnar í fylkinu eru frekar afurðalágar vegna erfiðra veðurfarsaðstæðna (hiti). Meðalnyt þeirra er um 6.600 kg en meðalnyt allra kúa í Bandaríkjunum er hinsvegar 9.500 kg árlega/SS.