Beint í efni

Kúabændur í ljósvakamiðlum

24.05.2007

Undanfarna daga hafa fréttir af kúabændum verið í ljósvakamiðlunum. Föstudaginn 18. maí sl. var sýnt í kvöldfréttum RUV þegar kúnum var hleypt út á Helluvaði í Rangárþingi Ytra, það myndskeið má sjá með því að smella hér. LK tekur fyllilega undir þau orð Önnu Maríu Kristjánsdóttur bónda á Helluvaði að fleiri bú mættu standa almenningi opin á þessum árstíma. Samtök lífrænna bænda í Danmörku opnuðu bú sín þegar kúm var hleypt út í lok aprílmánaðar og voru gestir þá um 30.000 talsins.

Í morgunútvarpi Rásar 2 miðvikudaginn 23. maí var ýtarlegt viðtal við þá bræður Garðar og Aðalstein Hallgrímssyni bændur í Garði í Eyjafjarðarsveit, en þeir hafa nýlega tekið í notkun nýtt og glæsilegt fjós. Viðtalið við þá má heyra með því að smella hér, viðtalið er nokkru fyrir miðjan þátt.