Beint í efni

Kúabændur hvattir til að nýta atkvæðisréttinn!

22.05.2009

Nú eiga allir kúabændur að hafa fengið í hendur kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar um breytingarnar á mjólkursamningnum, sem undirritaðar voru 18. apríl sl. Þar sem þessar breytingar snerta grundvallarhagsmuni framleiðenda, þá vill Landssamband kúabænda eindregið hvetja umbjóðendur sína til að taka afstöðu til þeirra. Minnt er á að atkvæðaseðlar skulu hafa borist til skrifstofu Bændasamtaka Íslands eigi síðar en 29. maí n.k. Talning atkvæða fer fram þriðjudaginn 2. júní og verða niðurstöður kunngjörðar strax að lokinni talningu. 

Hafi einhver ekki fengið kjörgögn, en telur sig eiga rétt á þeim, er bent á að hafa samband við LK eða BÍ sem allra fyrst. Heppilegast er að senda tölvupóst á bhb@naut.is eða eb@bondi.is