Kúabændur: Ekki kaupa greiðslumark á næstunni!
14.10.2005
Á fyrsta haustfundi Landssambands kúabænda í gærkvöldi, sem haldinn var í Þingborg á Suðurlandi, kom fram að í byrjun október 2005 voru 792 aðilar sem fengu A-hluta beingreiðslna greiddar. Til viðbótar voru 33 aðilar með óvirkt greiðslumark, þ.e. eigendur greiðslumarks en eru ekki að framleiða mjólk og fá því ekki A-hluta beingreiðslna. Samtals nemur óvirkt magn greiðslumarksins 1,6 milljónum lítra sem þýðir í raun að þeir sem eru að
framleiða mjólk í dag eru einungis með 109,4 milljóna lítra greiðslumark.
Með hliðsjón af framansögðu hafa forsendur verðs á greiðslumarki til mjólkurframleiðslu gjörbreyst á stuttum tíma, enda má sjá fram á að ef innvigtum verður minni en sem nemur greiðslumarkinu þá gæti greiðsla fyrir umframmjólkina orðið allt að 60 kr/ltr.
Við núverandi aðstæður bendir Landssamband kúabænda því kúabændum á að kaupa ekki greiðslumark fyrr en innvigtun næstu mánaða liggur fyrir, og alls ekki fyrr en tölur fyrir nóvembermánuð eru komnar.