Beint í efni

Kúabændur áhyggjufullir vegna mikilla verðhækkana á kjarnfóðri

06.05.2004

Á þessu ári hefur kjarnfóður til kúabænda hækkað gríðarlega mikið eða frá 3,5% og upp í 13,2%, en hækkanir eru mismiklar eftir fyrirtækjum. Stærstu söluaðilarnir á markaðinum, Mjólkurfélag Reykjavíkur og Fóðurblandan, hafa á árinu hækkað mun meira en aðrir söluaðilar á kjarnfóðri. Ef þessar hækkanir eru viðvarandi og haldast út árið, er ljóst að fóðurkostnaður kúabænda mun hækka verulega á þessu ári.

 

Samkvæmt upplýsingum frá sölufyrirtækjunum er skýringa á verðhækkunum að finna í háu heimsmarkaðsverði á korni, sem og hækkun á gengi.

 

Hér má sjá helstu breytingar sem orðið hafa á kjarnfóðurmarkaðinum á þessu ári:

Samanburður á kjarnfóðurverði 2004 (án vsk.)
MR Janúar Mars Apríl Breyting frá áramótum
MR-k 23 kúafóður 33.747 34.724 38.021 12,7%
Huppa 30.534 31.428 35.013 14,7%
M.R. Kúafóður kögglar 28.746 29.584 32.732 13,9%
Búkollufóður kögglar 27.172 27.964 30.618 12,7%
Orkublanda 29.919 30.795 33.719 12,7%
Kornkögglar 20.598 21.194 23.206 12,7%
Nautakögglar III 28.029 28.889 31.577 12,7%
Meðalhækkun alls 13,2%
       
Bústólpi
Alhliðablanda 29.197 29.197 32.640 11,8%
Orkublanda 32.107 32.107 34.992 9,0%
Lágpróteinblanda 28.421 28.421 30.624 7,8%
 Meðalhækkun alls 9,5%
       
Vallhólmur      
Alhliða kögglar 31.749 31.749 32.702 3,0%
Standard kögglar 33.076 33.076 34.718 5,0%
Plús kögglar 37.250 37.250 38.367 3,0%
Orku kögglar 31.502 31.502 32.447 3,0%
Meðalhækkun alls  3,5%
       
Fóðurblandan      
Kúakögglar 12 27.987 28.795 31.531 12,7%
Kúakögglar 16 30.609 31.493 34.485 12,7%
Kúakögglar 20 32.671 33.621 36.813 12,7%
Kúakögglar 23 35.065 36.081 39.511 12,7%
H-kögglar 31.721 32.642 35.739 12,7%
Kálfakögglar 32.338 33.279 36.442 12,7%
Nautaeldiskögglar 21.774 22.401 24.529 12,7%
Meðalhækkun alls 12,7%

 

Smelltu hér til að sjá nýjustu upplýsingar um verð á kjarnfóðri hérlendis