Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Kúabændur að breyta og bæta

24.09.2011

Nýliðið sumar var nýtt af mörgum kúabændum til einhverra framkvæmda eins og gengur og gerist. Lítið hefur þó verið um nýframkvæmdir en þeim mun meira um viðhald og endurnýjun á aðstöðu. Að sögn Finnboga Magnússonar, framkvæmdastjóra Jötuns Véla, hefur verið talsvert um fyrirspurnir varðandi breytingar á mjaltakerfum í gömlum básafjósum.
 
„Það er greinilegt að margir bændur með básafjós eru að leita leiða til þess að létta sér vinnu við mjaltir án þess að ráðast í miklar fjárfestingar. Í mörgum tilfellum er unnt að nota hluta núverandi mjaltakerfa við uppfærslurnar, sem lækkar kostnað við breytingarnar umtalsvert. Einnig er mikilvægur kostur við nýju SAC mjaltatækin að auðvelt er að nota þau áfram ef stendur til að byggja mjaltabás seinna“, sagði Finnbogi í viðtali við naut.is.
 
Aðspurður um nýfjárfestingar sagði Finnbogi að sl. vor hafi verið sett upp nýtt mjaltakerfi á bænum Stekkjardal í Austur Húnavatnssýslu en fjósið þar er hefðbundið básafjós. Þar var um að ræða SAC IDC mjólkurmæla með sjálfvirkum aftökurum og brautarkerfi. Þá var einnig sett upp nýtt SAC mjaltakerfi í básafjósinu að Guttormshaga í Rangárþingi sl. vor. Það kerfi er þó án brautar.

 

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr fjósinu í Stekkjardal/SS.

 

Hér sést vel hvernig brautarkerfið liggur inn að básunum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brautarkerfin frá SAC eru með áhugaverða lausn þar sem brautir þvera hver aðra eins og sjá má

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona hjálparvagn er alltaf til bóta!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snyrtilega frágengið mjaltakerfi