Beint í efni

Kúabændum í Hollandi fækkar

21.11.2002

Það er ekki bara hérlendis sem kúabændum fækkar. Í Hollandi fækkaði kúabúuum um 4,3% á síðasta ári, sem er tvöfalt meiri fækkun en undanfarin ár. Í dag eru í Hollandi um 25.000 kúabú og 7.500 blönduð bú til viðbótar (kýr og svín). Rétt eins og hér á landi kaupa bændur sem eftir eru upp kvóta og land þeirra búa sem eru að hætta. Land- og kvótaverð er þó langt frá því sem hér þekkist: hver hektari er seldur að meðaltali á kr. 3 milljónir og mjólkurlítrinn á 130-150 kr!

 

Heimild: Boviologisk 11/02