Kúabændum fækkar hægar !
08.01.2003
Í árslok 2002 var fjöldi kúabúa með skráð greiðslumark í mjólk 953, en um áramótin 2001/2002 voru búin 972. Fækkunin nemur því um 2%, sem er mun minni fækkun en undanfarin ár. Síðan árið 1998, í kjölfar gildandi mjólkursamnings, fækkaði kúabændum hratt en sl. tvö ár hefur hægt verulega á þessari þróun. Þannig fækkaði kúabúum um 1,6 á viku árið 2000, 1,3 á viku árið 2001 en ekki nema 0,4 á viku sl. ár.