Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

KS/Sláturhúsið á Hellu hækka verðskrá sína fyrir nautakjöt

16.08.2022

Kjötafurðarstöð KS og slátúrhúsið á Hellu tilkynntu nýverið um breytingar á verðskrám sínum í nautakjöti, en breytingin tók gildi þann 15. ágúst sl. Enn halda því áfram hækkanir líkt og tryggir lesendur þessarar síðu hafa lesið fjölmargar fréttir um undanfarna mánuði. 

Athygli vekur að KS breytir skilgreiningum á UN kjötmatsflokkunum þannig að efsti flokkurinn er nú frá 260 kg. en ekki frá 250 eins og áður var. 

Í UN hækkar einmitt yfir 260 kg. flokkurinn um 10% heilt yfir.  Flokkarnir undir 260 kg. standa í stað, en þeir voru hækkaðir að einhverju leiti í lok maí, sl. Verðskráin fyrir KU, K og N flokka breytast ekki.  

Verðskráin hefur verið uppfærð á netinu og má finna hér.

Áhugaverð þróun

Ef horft er heilt yfir á verðskrár allra sláturleyfishafa fyrir UN að þá má sjá að verðhækkanirnar undanfarna 12 mánuði hafa verið frá 12-13% fyrir lélegri flokkana upp í allt að rúmlega 36% fyrir betri flokkana. Segja má að þetta sé í einhverjum takti við verðhækkanir til sauðfjárbænda sem að verið er að tilkynna um, um þessar mundir.