Beint í efni

KS og SKVH hækka verð á nautgripakjöti til bænda

04.06.2010

Í fyrsta skipti síðan í lok mars 2008 hefur nú loksins komið til leiðrétting á afurðaverði nautgripa til bænda. Það voru fyrirtækin KS og SKVH sem leiðréttu verðskrá sína með flatri hækkun allra flokka um tíu krónur á hvert kíló. Á liðinum misserum hafa íslenskir naugripabændur tekið á sig verulega raunlækkun enda á tímabilinu verið mikil verðbólga og jafnframt veruleg hækkun aðfanga. Undanfarna mánuði hefur sala

 

nautgripakjöts verið mjög góð og nautgripakjöt í mikilli sókn á kjötmarkaðinum. Þessi góði árangur hefur gert það að verkum að svigrúm hefur skapast til þess að leiðrétta afurðaverðið.

 

Eftir þessa verðbreytingu greiða KS og SKVH nú sama verð og margir aðrir sláturleyfishafar fyrir algengustu flokka, en báðir sláturleyfshafarnir greiða þó enn nokkuð lægra verð fyrir slakari flokka kýrkjöts og kálfakjöts en þorri sláturleyfishafa.

 

Smelltu hér til þess að sjá uppfærða verðskrá nautgripaafurða.