Beint í efni

KS og SKVH hækka aftur verð til bænda

10.06.2010

Fyrirtækin KS og SKVH hafa nú hækkað aftur verð sín til nautgripabænda, en eins og kunnugt er hækkaði verð þeirra sl. föstudag. Eftir verðbreytinguna greiða fyrirtækin hæsta verð til bænda samkvæmt verðlíkani LK og greiða jafnframt hæsta verð í 23 gæðaflokkum nautgripakjöts. Eftir breytinguna  

er nú einungis einn sláturleyfishafi með verð til bænda sem eru verulega frábrugðin verðum annarra sláturhúsa.

 

LK hvetur kúabændur enn til þess að kynna sér verðskrá sláturleyfishafanna vel og velja sér þannig móttökuaðila gripanna.

 

Nánari upplýsingar um kjötmarkaðinn má lesa með því að smella hér.