Beint í efni

KS lækkar verð fyrir ungneyti og kýr

17.09.2020

Ný verðskrá tekur gildi hjá KS og Sláturhúsinu Hellu þann 21. september næstkomandi. Verðlækkun er á P og O flokkum ungneyta undir 200 kg, P flokkum ungneyta 200-249 kg og P flokkum kúa. Aðrir flokkar standa óbreyttir. Nemur verðlækkun á t.d. UN P- undir 200 kg um 16,1 % og K P- undir 200 kg 23,3%. Því er um umtalsverða verðlækkun að ræða í lægstu flokkunum.Verðlækkun er eftirfarandi:

  • UN <200 kg P-,P,P+ = -90 kr/kg
  • UN <200 kg O-,O,O+ = -30 kr/kg
  • UN 200-249 kg P-,P,P+ = -50 kr/kg
  • K <200 kg P-,P,P+ = -100 kr/kg
  • K >200 kg P-,P,P+ = -50 kr/kg

Samkvæmt fyrirtækinu eru ástæður verðlækkunar há birgðastaða hakkefnis og aukin aðgreining lökustu flokkanna frá hinum betri.

Er þetta önnur verðlækkunin sem bændur fá á sig í þessum mánuði en áður hafði SS tilkynnt um lækkun hjá sér. Búið er að uppfæra verðskrár sláturleyfishafa hér á naut.is í samræmi við þessar breytingar. Þar geta bændur borið saman verðskrár allra sláturleyfishafa.