
KS lækkar verð á nautgripum
22.10.2003
Þann 20. október tók nýtt verð á nautakjöti til bænda gildi hjá KS (Kaupfélagi Skagfirðinga). Bæði koma til breytingar á verðflokkun, þ.e. þungaviðmiðanir eru breyttar, sem og verðlækkanir á allflestum flokkum. Sömu verð eru þó í gildi á kvígum, betri föllum kúa og slakari föllum af ungnautum.
Eftir verðbreytingarnar stendur að flestir verðflokkar eru undir meðallagi.
Smelltu hér til að sjá gildandi verð sláturleyfshafa í október 2003.