KS kaupir helmingshlut í sláturhúsi KVH
15.02.2006
Stofnað hefur verið nýtt félag um rekstur sláturhúss KVH á Hvammstanga. Heitir það Sláturhús KVH ehf, og er í helmingaeigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga og Kaupfélags Skagfirðinga. Þessi breyting hefur það í för með sér að verðskrá KS mun nú gilda í sláturhúsi KVH. Verðin hafa þegar verið uppfærð í febrúarsíðunni um verð sláturleyfishafa og af þessum sökum var reiknilíkani LK einnig breytt nú í kvöld.