Beint í efni

KS hækkar verð til bænda

08.12.2021

Ný verðskrá tók gildi hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsinu á Hellu 1. desember síðastliðinn. Er þetta fyrsta verðbreyting þessara aðila frá því í september 2020 og fylgir þróun sem sést hefur erlendis upp á síðkastið en einnig þróun hér innanlands.  Þannig heldur áfram sú þróun sem að Sláturfélag Suðurlands reið á vaðið með fyrr í haust, að hækka betri flokkana og draga þannig verðskrárnar í sundur, þannig að betri skrokkar fái betra verð.

Allir flokkar undir 200 kg. haldast óbreyttir en flest annað hækkar eitthvað, nema í N flokki og alikálfum.

  • Í UN 200-250 kg. flokki hækka allir gripir O eða betri um 3,13-3,58%. Í yfir 250 kg. flokki hækka einnig allir O eð betri gripir en þar er hækkunin töluvert meiri, frá 8,35% í 9,55% hækkun, mest á O gripina.
  • KU í yfir 200 kg. breytist en undir 200 kg. stendur í stað líkt og áður sagði. Í yfir 200 kg. flokki hækka flestir gripir um 4,5-5% en P og P- gripir standa í stað og hækka ekki.
  • Í K flokki hækka O gripir og betri í yfir 200 kg flokki um og í kringum 5%, mest á O og minnst á R+ og U.
  • N(aut) flokkurinn hreyfist ekkert í verðum og ekki heldur Alikálfarnir.

Þetta er mesta hækkun sem sést hefur frá upptöku EUROP matskerfisins, í UN flokki og er sérstök ástæða til að fagna þessari þróun. Hún er algjörlega í takti við það sem er að gerast á erlendum mörkuðum, þó hún sé eitthvað minni og vegur þannig að einhverju leiti upp á móti hækkandi aðfangaverði bænda til að stunda framleiðsluna.  Áhrifa þessarar hækkunar mun vafalítið gæta í VATN vísitölunni sem Búgreinadeild nautgriparæktarinnar hefur haldið utanum, en mun þó ekki koma fram fyrr en að desembermánuði loknum.

Hægt er að nálgast gildandi verðskrár sláturleyfishafa undir Markaðsmál og Verðlistar á forsíðu hér á naut.is, eða með því að smella hér