Beint í efni

KS hækkar verð á ýmsum flokkum, KIA kominn í 300 kr/kg

21.07.2005

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur hækkað verð á nautgripakjöti til kúabænda og tekur verðbreytingin gildi frá og með 25. júlí nk. Eftir verðbreytinguna mun KS greiða hæsta verð í öllum algengustu flokkum nautgripakjöts og greiðir KS jafnframt hæsta verðið samkvæmt verðlíkani LK og munar nú 4,4% á hæsta og lægsta verði samkvæmt líkaninu.

 

Smelltu hér til þess að skoða verðskrá sláturleyfishafa

 

Smelltu hér til þess að skoða hvar þú færð bestu kjörin