Beint í efni

Krónan að styrkjast

28.08.2006

Gengi krónunnar hefur styrkst talsvert undanfarnar vikur. Í júlíbyrjun var gengisvísitalan tæplega 133, við lokun markaða á föstudaginn var hún 123,5. Ýmsar rekstrarvörur kúabænda hafa hækkað talsvert á undanförnum mánuðum og hefur uppgefin ástæða jafnan verið óhagstæð gengisþróun. Í ljósi þessarar jákvæðu þróunar má því vænta verðlækkana á þessum vörum á næstunni.