Beint í efni

Kristján Gunnarsson til Bústólpa

08.01.2014

Fréttatilkynning frá Bústólpa ehf. – 8. janúar 2014:

 
Kristján Gunnarsson, fyrrum mjólkureftirlitsmaður, hefur verið ráðinn til starfa hjá Bústólpa á Akureyri.

 
Kristján mun sinna ráðgjöf til bænda á starfssvæði Bústólpa um mjólkurgæði og meðferð og þrif mjaltabúnaðar. Kristján hefur áratuga reynslu af störfum sínum sem mjólkureftirlitsmaður og býr yfir yfirgripsmikilli og einstakri þekkingu á því sviði. Þá hefur Kristján ritað fjölda greina og leiðbeininga um málefnið á starfsferli sínum og hefur reynst bændum afar vel í starfi.

 
Það er Bústólpa því mikill fengur að fá Kristján til starfa. Með tilkomu Kristjáns hyggjumst við efla enn frekar þjónustu okkar við bændur á svæðinu. Kristján mun fyrst og fremst sinna ráðgjöf og þannig starfa við hlið núverandi DeLaval þjónustumanna Bústólpa sem sinna viðhaldi og uppsetningu mjaltabúnaðar.

 
Bændum mun standa til boða að ræða við Kristján án gjaldtöku um atriði er varða mjólkurgæði, þrif og val þvottaefna svo eitthvað sé nefnt, en einnig munum við bjóða bændum að fá Kristján til stærri úttekta á mjólkurgæðum sérstaklega ef um viðvarandi háa líftölu, frumutölu eða fríar fitusýrur er að ræða og þá gegn hóflegu gjaldi.

 
Hægt verður að hafa samband við Kristján beint í síma 840-6359 eða á netfangið kiddigunn@bustolpi.is eða leggja inn beiðni í afgreiðslu Bústólpa í síma 460-3350 eða á netfangið bustolpi@bustolpi.is
 

Nánari upplýsingar veitir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri í síma 460-3350 /SS.