Beint í efni

Kristín Linda gefur ekki kost á sér

23.03.2005

Kristín Linda Jónsdóttir, kúabóndi í Miðhvammi og stjórnarmaður í LK, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á komandi aðalfundi LK. Kristín Linda hefur setið í stjórn LK síðan 1999 og gegnt ýmsum mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir félagið, meðal annars séð frá upphafi um neytendavef LK (kjot.is), sem og verið búnaðarþingsfulltrúi LK síðustu ár.