Beint í efni

Kreppan hjá dönskum mjólkurframleiðendum

07.07.2009

Kreppan hjá dönskum mjólkurframleiðendum fær á sig ýmsar birtingamyndir. Á heimasíðunni www.staldmaeglerne.dk, sem sérhæfir sig í sölu á notuðum fjósbúnaði hvers konar, eru nú til sölu amk. 20 mjaltaþjónar, en til þessa hafa þeir verið heldur sjaldséðir og stoppað stutt við á síðunni, segja þeir sem til þekkja.

Það er því greinilegt að einhver hluti framleiðenda sér bara eina útgönguleið út úr núverandi erfiðleikum í danskri mjólkurframleiðslu. Í árslok 2007 voru mjaltaþjónar í notkun á rúmlega 600 búum.